
KVIKMYNDA
TÆKNI
Nám fyrir fólk sem vill skapa kvikmyndir, allt frá hugmynd að veruleika
Kvikmyndatækni er metnaðarfullt nám þar sem áhersla er lögð fyrst og fremst á tæknistörf við kvikmyndagerð, undirbúning, tökur og eftirvinnslu.
Námið er byggt upp í góðu samstarfi við atvinnulífið og kennarahópurinn og gestafyrirlesarar eru fagólk úr kvikmyndabransanum. Kennslan fer að mestu fram í húsakynnum Stúdíó Sýrlands sem er framkvæmdaraðili námsins fyrir hönd Rafmennt.
Hver og einn árgangur vinnur eins og framleiðslufyrirtæki, þar sem allar hliðar kvikmyndagerðar koma við sögu. Hvort sem um er að ræða tökumenn, klippara, ljósamenn eða grippara, þá fá nemendur að kynnast ,,hands on" vinnu við hvert skref. Framleiðslan felur m.a. í sér vinnu við bíómyndir, sjónvarpsefni, tónlistarmyndbönd, auglýsingar, fréttir og beinar útsendingar.
Takmarkaður nemendafjöldi er tekinn inn á hverju ári til að tryggja að nemendur fái sem mest út úr náminu.

STARFS
MÖGULEIKAR
Tækifærin í kvikmyndageiranum eru endalaus!
Kvikmynda- og sjónvarpsgerð á Íslandi er starfsgrein í örum vexti. Þörfin eftir fagfólki á þessu sviði mun einungis aukast á komandi árum. Ísland laðar að marga erlenda kvikmyndagerðarmenn sem nýta landið sem leiksvið m.a. vegna endurgreiðslu ríkisins á 20% - 25% af framleiðslukostnaði. Þar koma atvinnutækifæri fyrir innlent fagfólk.
Í kvikmyndatækni er nemendum kennt að vera eigin verkstjóri, taka frumkvæði og að stjórna verkefnum. Sköpunarkraftur einstaklingsins fær líka að njóta sín og allt þetta hvetur til nýsköpunar í þjóðfélaginu að námi loknu.

NÁMIÐ OG
AÐSTAÐAN
Kvikmyndatækninám í beinum tengslum við atvinnulífið í skapandi greinum
Kvikmyndatæknin hefur ákveðna sérstöðu þar sem hún er kennd inn í starfandi fyrirtæki, en kennslan fer nær öll fram í Stúdíó Sýrlandi að Vatnagörðum 4.
Stúdíó Sýrland sérhæfir sig í að þjónusta skapandi greinar og er leiðandi í að tvinna saman starfsemina við fræðslu í skapandi greinum. Í samstarfi við Tækniskólann er kennd ein námsbraut í Stúdíó Sýrlandi, Hljóðtækni, en Kvikmyndatækni er kennd í samstarfi við Rafmennt.
Það að þessar tvær námsbrautir séu kenndar undir sama þaki við því sem næst fullkomnar aðstæður bíður upp á óþrjótandi möguleika á samstarfi sem gagnast báðum brautum. Einnig er kvikmyndatæknin í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Jazzhátíð og fleiri aðila með það að markmiði að nemendur fái mikla og raunverulega reynslu af þeim störfum sem gætu beðið þeirra eftir námið.
Kennarar eru fagfólk úr kvikmyndageiranum og nokkrum sinnum í mánuði eru fengnir gestafyrirlesarar sem eru valdir í tengslum við það sem er á oddinum hverju sinni, bæði í náminu og í kvikmynda- og sjónvarpsmenningunni.

INNTÖKU
SKILYRÐI
Æskilegt er að nemandi í Kvikmyndatækni sé 17-18 ára. Gert er ráð fyrir að nemendur séu búnir með almennt bóknám í framhaldsskóla og komi í kvikmyndatækni á 3. önn (ekki skylda). Ef nemandi hefur lokið stúdentsprófi þá er lengd námsins 4 annir. Samhliða stúndentsprófi er námið 7 annir en mismunandi eftir stöðu nemanda. Endilega hafðu samband.
Nemendafjöldinn í hverjum árgangi er takmarkaður við 18 manns og eru þeir sem senda inn gildar umsóknir boðaðir í viðtal í desmener . Námið hefst að vori og er fjórar annir, vor, sumar, haust og vor.