top of page

STÚDÍÓ
​SÝRLAND

Leiðandi í að tvinna saman starfsemina við fræðslu í skapandi tæknigreinum

Í örum vexti hinna skapandi greina hefur Stúdíó Sýrland skapað sér sérstöðu sem fyrirtæki sem ekki aðeins nýtir þá þekkingu og aðstöðu sem það hefur upp á að bjóða fyrir hefðbundna viðskiptavini, heldur er fyrirtækið leiðandi í að tvinna saman starfsemina við fræðslu í skapandi tæknigreinum.

Nám Kvikmyndatækni í samvinnu við Rafmennt eru námsleiðir sem Stúdíó Sýrland er stolt af því að hafa þróað og kennt síðustu árin. Kennar sem kenna kvikmyndatækni eru á meðal þeirra fremstu í sínu fagi. Auk þessara námsleiða býður Stúdíó Sýrland upp á námskeið í talsetningu, hljóðupptökum, Pro Tools námskeið og hljóð- og kvikmyndasmiðjur í samstarfi við Fræðslumiðstöðvar víðsvegar um landið.

  • Grey Facebook Icon
  • Grey YouTube Icon
  • Grey Instagram Icon

Stúdíó Sýrland sérhæfir sig í að

þjónusta skapandi greinar

Stúdíó Sýrland er upptökustúdíó sem hefur sérhæft sig í vinnslu á hljóði m.a. í tónlist, á tónleikum, talsetningu á barnaefni, hljóðvinnslu á kvikmyndum, tölvuleikjum, hljóðbókum, sýningum og fleiru. Í seinni tíð hefur starfsemin einnig þróast út í myndupptökur og myndvinnslu og er Stúdíó Sýrland mjög vel tækjum búið af myndupptökubúnaði en fyrirtækið sérhæfir sig í að taka upp tónleika og aðrar uppákomur.

Það má með sanni segja að það séu fá hljóðver á Íslandi geti státað sig af viðlíka safni af hljómplötum sem teknar hafa verið upp í hljóðverum fyrirtækisins, sem eru jafn samofin íslenskri tónlistarsögu.  Í lauslegri könnun á bókinni 100 bestu plötur Íslandssögunnar kemur í ljós að af plötum sem teknar voru upp á Íslandi er meginþorri þeirra teknar upp og/eða unnar í hljóðverum Stúdíó Sýrlands.

bottom of page