Algengar spurningar

Hvernig nám er Kvikmyndatækni?


Kvikmyndatækni er hugsað og framkvæmt sem tækninám við Kvikmyndagerð. Áherslunar eru aðallega á tæknihluta kvikmyndagerðar, allt frá undirbúningi fyrir tökur til loka eftirvinnslunnar og skil til viðeigandi miðils. Minni áhersla er lögð á aðra þætti - s.s. leik og handritagerð þó svo að stiklað sé á stóru í þeim fræðum Kvikmyndatæknin er nám í Tækniskólanum en kennslan fer fram hjá Stúdíó Sýrlandi sem er starfandi fyrirtæki sem sérhæfir sig því að þjónusta hinar skapandi greinar - bæði í hljóð- og myndvinnslu. Markmiðið er að úr Kvikmyndatækni útskrifist nemendur sem hafa góða og heildstæða þekkingu á öllu ferlinu við kvikmyndagerð, átti sig vel á mismunandi hlutverkum innan geirans og hafi yfirsýn yfir og þjálfun í flest öllum verkum sem eiga sér stað við kvikmyndagerð.
Eru skólagjöld?


Já - það eru skólagjöld. Námið er 4 annir og hver önn kostar 295.000 - námið allt 1.180.000. Námið er samþykkt af Menntamálaráðuneytinu og er lánshæft hjá Lánasjóði Íslenskra Námsmanna (LÍN)
Hvar er námið kennt?


Námið fer að mestu leiti fram í Stúdíó Sýrlandi í Vatnagörðum. Sum verkefni krefjast þess þó að farið sé út úr húsi í verkefni og fer staðsetingin eftir verkefninu hverju sinni.
Hvort er námið á vegnum Tækniskólans eða Stúdíó Sýrlands?


Formlega séð er námið á vegum Tækniskólans en Stúdíó Sýrland sér um alla kennslu og fer hún fram í höfuðstöðvum Stúdíó Sýrlands.
Hvernig er fyrirkomulag námsins?


Námið er kennt á fjórum önnum í beit - haust/vor/sumar/haust. Yfirleitt er kennsla frá 9-13 og síðan verkefnavinna/lotur/gestafyrirlesarar frá 13-17.
Hefur maður aðgang að góðum tækjum?


Já - aðgangur að tækjum er góður. Tækjalistinn er fjölbreyttur og er endurnýjaður með reglulegu millibili. Margar tegundir af myndavélum, linsum, hljóðbúnaði og eftirvinnslubúnaði til að nefna dæmi. Auk þess eru leigð inn tæki í verkefni nemenda ef þess gerist þörf.
Hverjir eru að kenna?


Kennararnir koma víðsvegar að úr kvikmyndageiranum og reynt er eftir fremsta megni að fá inn kennara sem eru starfandi í viðkomandi fagi. Einstaka sinnum er það áskorun að fá slíka kennara á föstum fyrirfram ákveðnum tímum vegna verkefna hjá þeim og því þarf stundum að aðlaga kennslufyrirkomulagið innan annar til að koma þeim fyrir.
Hvernig er námið metið?


Námið er metið til eininga til stúdentsprófs - alls eru það 120 einingar og geta nemedur útskrifast sem stúdentar frá Tækniskólanum taki þeir aðrar viðeigandi einingar í helstu grunnfögunum - Íslensku, ensku, stærðfræði ogsvfr.
Get ég nýtt námið sem hluta af stúdentsprófi?


Já - einingarnar í náminu nýtast til stúdentsprófs
Hverjar eru inntökukröfurnar?


Inntökukröfurnar eru 43 einingar í framhaldsskóla, óháð fögum. Einnig er metin önnur reynsla, m.a. við kvikmyndagerð eða tengd störf. Umsækjendur sem skila inn gildum umsóknum eru boðaðir í viðtal sem fer fram í Stúdíó Sýrlandi á vorönn.
Er hámarksfjöldi nemenda?


Já - til að tryggja að hver og einn nemandi fái að njóta sín er fjöldatakmörkun í námið. Haustið 2018 verða teknir inn 14 nemendur að hámarki.
Er þetta diplomanám?


Nei - námið er ekki diplomanám eins og er en námið er í sífelldri þróun og gæti orðið það í nánustu framtíð.
Hvernig nýtist það í annað nám?


Námið veitir góða undirstöðu fyrir áframhaldandi nám við sérhæfingu innan kvikmyndagerðar.
Er aldurstakmark?


Nei - það er ekki aldurstakmark en lágmarkskröfur um grunn úr framhaldsskóla gera það að verkum að yfirleitt byrjar fólk ekki nám í Kvikmyndatækni fyrr en það er 17-18 ára. Meðalaldur í náminu er u.þ.b. 25 ár og aldursbilið á þeim sem hafa farið í námið er 18-52 ár
Af hverju er námið kennt í Stúdíó Sýrlandi?


Tækniskólinn og Stúdíó Sýrland hafa um árabil átt í samstarfi við kennslu á öðru fagi, Hljóðtækni, sem er nám í hljóðvinnslu ýmiskonar. Það nám er, eins og Kvikmyndatæknin, kennd inn í fyrirtækinu.
Hverjir eru starfsmöguleikar að námi loknu?


Kvikmynda- og sjónvarpsgerð á Íslandi er starfsgrein í örum vexti. Þörfin eftir fagfólki á þessu sviði mun einungis aukast á komandi árum. Ísland laðar að marga erlenda kvikmyndagerðarmenn sem nýta landið sem leiksvið m.a. vegna endurgreiðslu ríkisins á 20% af framleiðslukostnaði. Þar koma atvinnutækifæri fyrir innlent fagfólk.
Í kvikmyndatækni er nemendum kennt að vera eigin verkstjóri, taka frumkvæði og að stjórna verkefnum. Sköpunarkraftur einstaklingsins fær líka að njóta sín og allt þetta hvetur til nýsköpunar í þjóðfélaginu að námi loknu.
Opnar námið leið í aðra skóla?


Já, margir nemendur hafa farið í erlenda skóla til að sérhæfa sig á ákveðnum sviðum kvikmyndagerðar.
Með því að bæta við eininguim geta nemendur notað kvikmyndatækninámið upp í stúdentspróf.
Er námið í samstarfi við aðra aðila?


Já í náminu eru verkefni unnin í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Jazzhátíð Reykjavíkur og ólíka aðila í atvinnulífinu. Einnig eru gestafyrirlesarar reglulega sem koma úr fremstu línu fólks í kvikmyndagerðageiranum.