NÁMSKRÁ Í KVIKMYNDATÆKNI

Kvikmyndatækninámið sem kennt er í Stúdíó Sýrlandi í samstarfi við Tækniskólann var sett á laggirnar árið 2016 og útskrifast þriðji árgangurinn vorið 2018. 

Um þessar mundir stendur yfir vinna við að endurskoða námskránna í kvikmyndatækni. Sú vinna er byggð á reynslu síðustu missera og í samstarfi við kennara og fagfólk í fremstu röð. 

Námskráin sem nú er í gildi mun því taka einhverjum breytingum í átt að enn öflugra námi á næstu mánuðum og mega því nýjir nemendur búast við að námið breytist að einhverju leiti frá því sem núverandi námskrá segir, en hana má lesa hér .

Sem dæmi um það sem nemendur munu læra má nefna kvikmyndatækni, lýsing, gerð handrita, rekstrarfræði, framleiðsla og framleiðsluferlið allt; frá undirbúning yfir í tökur og eftirvinnslu. Þá er einnig kennd kvikmyndafræði, grip og farið á ólíka starfsvettvanga kvikmyndagerðarfólks.