top of page
  • Grey Facebook Icon
  • Grey YouTube Icon
  • Grey Instagram Icon

KENNARAR

Jonny Devaney

Jonny Devaney er kvikmyndatökumaður auk þess sem hann hefur starfað við kennslu í kvikmyndagerð í áraraðir. Jonny lauk BA og Btec prófum á tíunda áratugnum í kvikmyndatöku.

Hann á einnig farsælan ferilbaki sem ljósamaður þar sem hann vann við auglýsingar, tónlistarmyndbönd og í kvikmyndum eins og Tomb Raider, Stardust, Flags of our Fathers, Journey to the centre of the Earth 3D, Street Dance and Hostel 2.

Kennir kvikmyndatöku, lýsingu og rafmagnsfræði

Ása Helga Hjörleifsd.

Ása Helga Hjörleifsdóttir er handritshöfundur og leikstjóri, fædd í Reykjavík árið 1984. Hún lauk BA prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og vann um tíma við bókagagnrýni og útvarpsþáttagerð á RÚV. Árið 2008 flutti hún til New York til að læra kvikmyndagerð í Columbia háskóla, og lauk þaðan MFA prófi með ágætiseinkunn vorið 2012. Ása hefur skrifað og leikstýrt fjölda stutt-mynda, og ber þá helst að nefna verðlaunamyndirnar „Ástarsaga“ (sem komst m.a. í lokaúrtak fyrir Óskar-verðlaunin í flokki útskriftarmynda úr kvikmynda-skólum), og „Þú og ég“. Fyrsta kvikmynd Ásu í fullri lengd, „Svanurinn“, sem er hennar aðlögun á samnefndri skáldsögu Guðbergs Bergs-sonar, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 2017, hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn síðan þá og er enn að ferðast um hátíðir.

Kennir handritsgerð og kvikmyndagerð

Anton Máni Svansson

Anton Máni Svansson started working in film production 15 years ago and he founded Join Motion Pictures in 2007. Since then he has focused on building strong collaborations with upcoming writer/directors. His productions include WHALE VALLEY (2013), HEARTSTONE (2016) AND WINTER BROTHERS (2017), and have won over 150 awards and premiered at A-list festivals around the world, including Cannes, Venice, Locarno, and Toronto. He was selected for the EAVE European Producers Workshop in 2014, and in 2017 he shared a Lorens Award for Best Producer in Göteborg Film Festival. The same year he was also selected for EFP Producers on the Move in the 70th Cannes Film Festival.

Kennir kvikmyndaframleiðslu

Stefanía Thors

Stefanía Thors eða Steffí Thors er menntuð leikkona frá Prag í Tékklandi. Hún bjó þar í 13 ár og vann sem aðstoðarklippari með leikhúsinu. Fyrsta myndin sem hún klippti var Veðramót (2007) eftir Guðnýju Halldórsdóttur. Steffí starfar enn með leikhópnum sínum í Prag (SecondhandWomen) og vinnur sem klippari hjá Mús & Kött. Hún hefur m.a. klippt bíómyndir í fullri lengd, heimildarmyndir, stuttmyndir, auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Hún leikstýrir núna sinni fyrstu heimildarmynd um Hússtjórnarskólann í Reykjavík sem ber vinnuheitið: ”Takið af ykkur skóna” 

Kennir myndvinnslu

Guðrún Elsa

Guðrún Elsa Bragadóttir er doktorsnemi við State University of New York at Buffalo. Hún útskrifaðist með BA-próf frá Háskóla Íslands árið 2011 og MA-próf frá sama skóla árið 2013, en lokaritgerðir hennar fjöllaði annars vegar um móðurmelódramað í Hollywood á 4. og 5. áratugnum og hins vegar um þýska leikstjórann Rainer Werner Fassbinder og úrvinnslu hans á formi melódramans. Árið 2016 lauk hún MA-prófi frá bókmenntafræðideild SUNY í Buffalo. Guðrún hefur kennt í bókmenntafræði og kvikmyndafræði við Háskóla Íslands, auk þess sem hún kenndi við bókmenntafræðideild og enskudeild SUNY í Buffalo á meðan hún bjó erlendis.

Kennir kvikmyndafræði

Gunnar T. Kristófersson

Gunnar Tómas Kristófersson er doktorsnemi í almennri bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og stundakennari í kvikmyndafræði við sömu deild. Eftir að hafa einbeitt sér að költmyndum í meistaranáminu fjallar doktorsverkefnið um íslenskar kvikmyndir og koma því sérsviðin úr nokkuð ólíkum áttum. Gunnar stundaði einnig nám í Þýskalandi, þar sem hann hefur verið búsettur í hartnær áratug, og liggur því áhuga- og sérsvið hans einnig um þýskar grundir og að lokum um þýðingar á kvikmyndum – sér í lagi um þann sið að talsetja kvikmyndir, líkt og tíðkast í Þýskalandi. Gunnar hefur skrifað fjölda pistla og greina um kvikmyndir fyrir útvarp og ritmiðla og í smíðum eru greinar um íslenska kvikmyndasögu og -menningu.

Kennir kvikmyndafræði

Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir

Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir.

Sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Viðskiptafræðingur, Masterspróf í stjórnun og alþjóðaviðskiptum. Bankaafleiðuviðskipti

Verkefni: Mjólkurbikarinn 2018 – 2020,

Markaðsstjóri: Flugskóli Íslands 2008-2017, Tækniskólinn 2015 – 2016. Stafrænt forskot 2018-2021.

Sérfræðingur í nýsköpunarhröðlum og hakkaþonum, stafrænum viðburðum, verkefnastjórnun.Verkefni: Brúðkaupssýningin Já Smáralind 2002 – 2005 Húnavaka 2006 – 2012, Stelpugolf 2014 – 2018. Snjallræði 2019, Nýsköpunarmót 2019, Loftlagsmót 2020, Hack the Crisis 2020, Gagnaþon 2020, Ullarþon 2021. Hefring Marine 2021, X-mist.is 2021, Saunagusa Völu 2021, Pocket Pedals 2021, Jörðin í Öndvegi 2022, Stórhóll Beint frá býli 2022,

Social Media ráðstefnur og workshop hjá samfélagsmiðlarisum sem skipa efstu 20 sætin í Evrópu og Bandaríkjunum. Hefur stýrt markaðsherferðum, og sá um verkefnið Stafrænt forskot fyrir Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Hefur unnið við markaðssetningu, stafræna þróun frá árinu 2008.

Hefur unnið með yfir 250 fyrirtækjum í að efla þau í stafrænni þróun, ímynd, markaðsherferðum, efnisgerð og fleira. 

Kennir rekstrarfræði

Júlía Embla Katrínard.

Það vantar texta um Júlíu

Kennir leikmyndagerð

Ívar Baldvin Júlíusson

Ívar Baldvin er hljóðmaður í talsetningu hjá Stúdíó Sýrland en hann útskrifaðist úr Hljóðtækninámi Stúdíó Sýrlands árið 2011

Hann hefur mikla reynslu af hljóðvinnslu hverskonar og hefur talsett hundruði þátta af barnaefni auk þess sem hann hefur hljóðsett sjónvarpsþætti og komið að kvikmyndahljóðvinnslu (sem SFX editor)

Ívar er einnig liðtækur upptökumaður á tónlist, hefur m.a. komið að upptökum og eftirvinnslu á tónleikum Frostrósa, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Ungfóníu, Hjaltalín ofl. auk þess sem hann spilar á klarinett í lúðrasveit

Kennir hlóðvinnslu

Gestafyrirlesarar

Nokkrum sinnum á hverri önn koma gestafyrirlesarar til þess að segja frá sínum störfum og reynslu í kvikmyndageiranum.

Sumir koma nokkur skipti í röð og kallast þá gestakennarar en aðrir

koma í eitt skipti.

Af nemendum að dæma þá eru þetta mjög lærdómsríkir og skemmtilegir fyrirlestrar og gefa góða innsýn inn í þau störf sem kynnu að bíða þeirra að námi loknu.

.

Fagfólk úr öllum krókum og kimum  kvikmyndagerðar

bottom of page